Flash er gott 4 stjörnu hótel sem er aðeins fyrir 18 ára og eldri. Hótelið er staðsett á besta stað á Levante ströndinni í miðbænum og aðeins 10 mínútna gangur er í gamla bæinn.
Hótelið er bjart og innréttuð í skærum litum. Sundlaugagarður hótelsins er lítill en þar eru tvær litlar sundlaugar og sólbekkir. Örstutt er niður á baðströndina á Levante ströndina.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Tveir veitingastaðir, sundlaugabar og Flash bar þar sem fjör er á hverju kvöldi. Hægt er að velja gistingu með morgunverð eða hálfu fæði. Líkamsræktaraðstaða er á hótelinu.
Herbergin eru snyrtileg ágætlega rúmgóð öll með loftkælingu, svölum, sjónvarpi, neti, síma, minibar og öryggishólfi. Baðherbergi með baðkari með sturtu, hárþurrka og snyrtivörur.