Elba Castillo San jorge er gott 3 stjörnu íbúðahótel á Caleta de Fuste sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Aðeins er um 4 mínútna gangur í supermarkað og um 600 metrar á næstu baðströnd. Garður hótelsins er stór 1 sundlaug, 1 barnalaug, góð sólbaðsaðstaða og leikvöllur fyrir börn. Krakkaklúbbur, kvöldskemmtun og lifandi tónlist er á hótelinu. Um 10 mínútna gangur er í miðbæ þar sem eru veitingastaðir, barir. Fjölbreytt vatnasport er við ströndina. Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, bar og snarlbar.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Í boði eru stúdíó íbúðir, íbúð með einu svefnherbergi og íbúð með tveimur svefnherbergjum. Allar íbúðir hafa svalir eða verönd. Lítið eldhús, borðbúnað, lítinn ísskáp, ketil og örbylgjuofn. Sjónvarp, hárþurrku, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi).
Þetta er góð 3 stjörnu gisting á Caleta de Fuste svæðinu þar sem er fjölbreytt afþreying á hótelinu og í næsta nágrenni fyrir bæði börn og fullorðna.
Frá flugvellinum er um 8 km á Elba Castillo San Jorge.