Tékkland
, Prag

Cosmopolitan Hotel Prague

Frá99.900 ISK
Yfirlit

Cosmopolitan Hotel Prague er staðsett við rólega götu í miðbæ Prag. Aðein 900 metrar er að gamla bæjartorginu og tveggja mínútna gangur að Palladium verslunarmiðstöðinni. Hús hótelsins var byggt árið 1889 og hefur því verði breytt í nútímalegt lúxus boutique hótel sem sameinar sögulega þætti og nútímalega hönnun.  

Staðsetning

Hótellýsing

Á hótelinu er Next Door veitingastaðurinn sem rekinn er af fræga matreiðslumanninum Zdenek Pohlreich. Í lofti veitingastaðarins eru með freskur  frá 1889. Veitingastaðurinn hefur verið hannaður af ítalska arkitektinum Luciano Belcapo. Þessi flotti veitingastaður í bistro-stíl með opnu eldhúsi býður upp á nútímalega tékkneska matargerð. Herbergin eru rúmgóð 25 fm glæsilega hönnuð og innréttuð. Öll herbergi eru með loftkælingu, öryggishólfi, minibar, sjónvarpi, síma, neti, skrifborði, stól og kaffivél. Baðherbergi eru með baðkari og sturtu, hárþurrku og snyrtivörum. Gestir fá einnig afnot af sloppum og inniskóm.  

Frá 99.900 ISK
Bóka