Cordial Green Golf Bungalows er gott 2 stjörnu íbúðahótel á Maspalomas sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Á hótelinu er lítill supermarkaður og eru rúmlega 3 km. á ströndina en hótelið býður upp á akstur bæði á Maspalomas ströndina og ensku ströndina samkvæmt tímatöflu.
Garður hótelsins er stór, 1 sundlaug. 1 barnalaug og góð sólbaðsaðstaða. Leikvöllur, hjólaleiga (gegn gjaldi) og skemmtidagskrá er á hótelinu nokkra daga í viku. Hótelið stendur við Maspalomas golfvöllinn.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, snarlbar og bar.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Í boði eru smáhýsi með 1 svefnherbergi. Öll smáhýsi hafa verönd. Lítið eldhús, lítinn ísskáp, borðbúnað, örbylgjuofn, sófa eða svefnsófa, sjónvarp, síma, hárþurrku, viftu, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi). Athugið að smáhýsin eru á tveimur hæðum.
Þetta er góð 2 stjörnu gisting á rólegum stað miðsvæðis í Maspalomas.
Frá flugvellinum í Gran Canaria er um 32 km á Cordial Green Golf Bungalows.