Corralium Dunamar by Lopesan er gott 4 stjörnu hótel á ensku ströndinni sem er aðeins fyrir fullorðna 18 ára og eldri. Um 5 mínútna gangur er í næsta supermarkað og er um 300 metrar á ströndina.
Garður hótelsins er stór og gróðursæll, 3 sundlaugar, sundlaugarbar og góð sólbaðsaðstaða.
Afþreying er á hótelinu, líkamsrækt, lifandi tónlist, kvöld og dagskemmtun. Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundinn. Aðeins er um 10 mínútna gangur í hina vinsælu Yumbo verslunarmiðstöðina frá hótelinu.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, veitingastaður, bar, snarlbar og sundlaugarbar.
Í boði eru tvíbýli og tvíbýli deluxe. Í öllum herbergjum eru svalir eða verönd nema í einsmannsherbergjum. Sjónvarp, sími, minibar, hárþurrka, loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi).
Þetta er vel staðsett 4 stjörnu gisting aðeins fyrir fullorðna á ensku ströndinni þar sem mikið mannlíf er í næsta nágrenni sem og veitingastaðir og verslanir.
Frá flugvellinum í Gran Canaria er um 29 km á Corralium Dunamar.