, Tenerife - Costa Adeje

Coral Ocean View

Frá154.900 ISK
Yfirlit

Coral Suites & Spa er mjög gott 4 stjörnu hótel sem er aðeins fyrir fullorðna. Hótelið er staðsett á milli Amerísku strandarinnar og Costa Adeje. Í garði hótelsins eru sundlaug, sólbekkir . Við sundalaugabarinn er verönd með setuaðstöðu þar sem hægt er að njóta sín og slaka á í sólinn með drykk. Á þaki hótelsins er nuddpottur og sólbaðsaðstaða með stórkostlegu útsýni út á hafið.  

Staðsetning

Hótellýsing

Heilsulind er á hótelinu og hægt er að bóka nudd og fleiri meðferðir. Veitingastaður hótelsins er hlaðborðsveitingastaður sem framreiðir fjölbreytta og girnilega rétti. Á kvöldin er stundum lifandi tónlist eða spiluð róleg tónlist í garðinum. Hér er róleg og notaleg stemming. Hægt er að bóka junior svítur með morgunverð, hálfu fæði eða öllu inniföldu. Junior svíturnar eru flottar, rúmgóðar og innréttaðar í nýtískulegum stíl. Lítill eldhúskrókur er á herberginu með helluborði, ísskáp, og örbylgjuofni. Svalir eru á öllum herbergjum, öryggishólf, sími, sjónvarp og loftkæling. Baðherbergin eru hugguleg með sturtu, hárþurrku og snyrtivörum.  

Þetta er mjög gott hótel fyrir pör sem vilja rólegheit í fríinu sínu.  
 
 
Frá 154.900 ISK
Bóka