Calipolis er gott 4 stjörnu hótel staðsett í miðbæ Sitges aðeins 50 metrum frá ströndinni. Í garði hótelsins er lítil sundlaug og sólbaðsaðstaða, verönd og sundlaugabar. Á veitingastað hótelsins er boðið upp á hlaðborð með fjölbreyttum Miðjarðahafsréttum.
Myndasafn
Bóka
Leita að gistingu
Staðsetning
Hótellýsing
Herbergin eru rúmgóð og fallega innréttuð í ljósum litum. Á öllum herbergjum er loftkæling, sími, sjónvarp, minibar, öryggishólf, skrifborð og stóll. Baðherbergi með sturtu, hárþurrku og snyrtivörum.
ATH það eru ekki svalir á Standard Rooms og Standard Executive Sitges view room.
Lestarstöðin í Sitges er í aðeins 10 mínútnagöngufjarlægð frá hótelin og það tekur aðeins 45 mínútur að fara með lestinni til Barcelona.