Myndasafn
- Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
California Apartments er góð 3 stjörnu íbúðagisting í Salou sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör.
Um 10 mínútna gangur er á næstu baðströnd og um 3 mínútur í næsta supermarkað.
Garður hótelsins er ekki stór en hefur ágæta sólbaðsaðstöðu, 1 sundlaug og 1 barna vaðlaug.
Leikjaherbergi fyrir krakka er á hótelinu, útileiksvæði, hjólaleiga og biljard (gegn gjaldi).
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, snarlbar og bar.
Í boði eru íbúðir með 1 svefnherbergi og íbúðir með 2 svefnherbergjum. Allar íbúðir hafa svalir eða verönd. Sjónvarp, svefnsófa, lítið eldhús, ísskáp og borðbúnað. Þráðlaust net, loftkælingu og öryggishólf.
Þetta er einföld 3 stjörnu gisting sem er vel staðsett nálægt strönd, góðar gönguleiðir meðfram strandlengjunni, aðeins um 20 mínútna gangur að smábátahöfninni í Salou, um 8 mínútna akstur í Port Aventure skemmtigarðinn og 10 mínútna akstur í Aquopolis vatnsrennibrautagarðinn. Fjölbreytt afþreying, veitingastaðir og barir í næsta nágrenni.
Frá flugvellinum í Barcelona til California Apartments er um 100 km.