BG Tonga Tower Design Hotel & Suites er gott 4 stjörnu hótel sem er frábærlega vel staðsett aðeins 200 metrum frá miðbænum í Can Picafort. Hótelgarðurinn er stór og þar eru 3 sundlaugar og ein af þeim er barnalaug með lítilli rennibraut. Á daginn er fjölbreytt afþreying í boði fyrir börnin í krakkaklúbbnum og á kvöldin er skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Það eru 3 veitingastaðir á hótelinu, 3 barir og lítill Super markaður. Hægt er að leigja hjól í gestamóttökunni. Hægt er að bóka aðeins gistingu eða bæta við morgunverð, hálfu fæði eða allt innifalið.
Herbergin eru rúmgóð og björt öll með loftkælingu og svölum. Einnig er hægt að bóka íbúðir með einu svefnherbergi sem er þá með eldunaraðstöðu. Á öllum herbergjum og íbúðum er sjónvarp og frítt net. Baðherbergi með sturtu, hárþurrku og snyrtivörum. Frábær kostur á skemmtilegum stað á Mallorca. Frá flugvellinum í Palma til Can Picafort er um klst akstur.