Spánn
, Tenerife

Beverly Hills Heights

Yfirlit
Beverly Hills Heigts er gott 3 stjörnu íbúðahótel í Los Cristianos sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Um 2 mínútna gangur er í lítinn supermarkað með helstu nauðsynjum og er um 20 mínútna gangur á Los Cristianos ströndina en hótelið býður upp á skutlu sem keyrir gesti hótelsins til og frá ströndinni eftir tímatöflu hótelsins.
Garður hótelsins hefur góða sólbaðsaðstöðu, 1 stór sundlaug og 1 grunn barnalaug. Ýmis afþreying er á hótelinu. Lifandi tónlist á kvöldin, viðburðir, biljarðborð (gegn gjaldi) og líkamsrækt. Veitingastaðir eru í næsta nágrenni. 
 

Staðsetning

Hótellýsing

Garður hótelsins hefur góða sólbaðsaðstöðu, 1 stór sundlaug og 1 grunn barnalaug. Ýmis afþreying er á hótelinu. Lifandi tónlist á kvöldin, viðburðir, biljarðborð (gegn gjaldi) og líkamsrækt. Veitingastaðir eru í næsta nágrenni. 
Á hótelinu er bar og snarlbar en hlaðborðsveitingastaður í 2 mínútna gögngufjarlægð.
Í boði eru íbúðir með 2 svefnherbergjum og 1 svefnherbergi. Í öllum íbúðum eru svalir eða verönd. 
Lítið eldhús, borðbúnaður og lítill ísskápur. Sjónvarp, loftkæling, öryggishólf (gegn gjaldi) og þráðlaust net. 
 
Þetta er góð 3 stjörnu íbúðagisting í hæðum sjávarbæjarins Los Cristianos þar sem fjölbreytta afþreyingu er að finna í næsta nágrenni en um 20 mínútna ganga er niður á höfn Los Cristianos þar sem er iðandi mannlíf og veitingastaðir. Um 5 mínútna akstur er á hin svokallaða „Laugaveg“ á Las Americas svæðinu þar sem er að finna marga veitingastaði og verslanir. 
Frá flugvellinum Reina Sofia (Tenerife south) er um 13 km á Beverly Hills Heigts
 
Bóka