Spánn
, Benidorm

Benidorm Centre - Adults Only

Yfirlit
Benidorm Centre er 4 stjörnu hótel á Benidorm aðeins fyrir fullorðna 18 ára og eldri. 
Um það bil 5 mínútna gangur er í næsta supermarkað frá hótelinu og einungis 250 metrar á Levante ströndina. 
Garður hótelsins er ekki stór með 1 sundlaug, sólarverönd og bar. 
Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu, bar og kaffihús.
Kvöldskemmtun er á hverju kvöldi þar sem dansað er undir lifandi tónlist. 
 

Staðsetning

Hótellýsing

Í boði eru bæði standard og superior herbergi. Öll herbergi hafa svalir, skrifborð, síma, sjónvarp, þráðlaust net og loftkælingu/hitun eftir árstíð. 
Þetta er gott 4 stjörnu hótel fyrir fullorðna, vel staðsett þar sem stutt er í miðbæinn og hægt er að njóta hinar ýmsu afþreyinga sem bærinn býður upp á.
Frá flugvellinum í Alicante er um það bil 58 km á Hótel Benidorm Centre.
 
Bóka