Barcelo Margaritas er gott 4 stjörnu hótel á ensku ströndinni sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Um 3 mínútna gangur er í næsta supermarkað og 1,9 km á ströndina en hótelið býður upp á frían akstur til og frá ströndinni samkvæmt tímatöflu. Garður hótelsins er stór, 2 sundlaugar, 1 barna busllaug og góð sólbaðsaðstaða. Fjölbreytt afþreying er á hótelinu, leikvöllur, leikherbergi, krakkaklúbbur, líkamsrækt, crossfit og skemmtidagskrá bæði á daginn og kvöldin fyrir börn og fullorðna.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, sundlaugarbar og snarlbar.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, sundlaugarbar og snarlbar.
Í boði eru tvíbýli og fjölskylduherbergi. Í öllum herbergjum eru svalir eða verönd. Sjónvarp, sími, hárþurrka, þráðlaust net, loftkæling og öryggishólf (ggn gjaldi). Í fjölskylduherberginu er svefnsófi.
Þetta er góð 4 stjörnu gisting á ensku ströndinni sem hefur fjölbreytta afþreyingu fyri börn og fullorðna á hótelinu og í næsta nágrenni.
Frá flugvellinum í Gran Canaria er um 32 km Barcelo Margaritas.