Myndasafn
- Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Barcelo Funchal Oldtown er gott 5 stjörnu hótel sem hentar vel fyrir pör. Um 5 mínútna gangur er niður á smábátahöfn og 2 mínútur í næsta supermarkað. Sólbaðsaðstaða, sundlaug og sundlaugarbar er á þaki hótelsins sem er með 360◦ útsýni yfir borgina og hafið. Líkamsrækt er einnig á gististaðnum. Á hótelinu er hlaðborðsveitningastaður, veitingastaður, bar og þakbar. Í boði eru deluxe tvíbýli, deluxe tvíbýli með borgarsýn, fjölskylduherbergi og junior svíta. Í öllum herbergjum er sjónvarp, sími, minibar, hárþurrka, baðsloppur og inniskór. Loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf. Í fjölskylduherberginu og junior svítunni er einnig svefnsófi. Þetta er góð 5 stjörnu gisting vel staðsett í miðbænum við hliðiná dómkirkjunni í Funchal og Avenida do Mar göngugötunnar þar sem er að finna fjölbreyttar verslanir, veitingastaði og kaffihús. Frá flugvellinum í Madeira til Barcelo Funchal Oldtown er um 24 km.