Alvöru fótboltaferð með Hjamma til London 7-10. mars

Frá199.000 ISK
Helgina 7-10. mars ætlar Ferðaskrifstofan Tango Travel í samvinnu við Hjalmar Örn Jóhannsson að skella sér í alvöru fótboltaferð til London á tvo stórleiki í enska boltanum. Farið verður á Leyton Orient - Northampton og Tottenham - Bournemouth. Hjalmar verður sérstakur skemmtanastjóri í ferðinni. Honum til halds og traust verður Þór Bæring Ólafsson. ATH: Það eru aðeins 30 sæti í boði í þessa ferð. Verðið er 199.900 kr á mann miðað við tvo saman í herbergi. Það kostar 40.000 kr aukalega að vera í einstaklingsherbergi. Innifalið í pakkanum er flug með Play til London Stansted, 12 kg flugfreyjutaska + bakpoki, gisting í 3 nætur á Moxy London Stratford, morgunmatur, rúta til og frá flugvelli, VIP-miðar á báða leikina, íslensk fararstjórn og íslenskur skemmtanastjóri.
Yfirlit
Á föstudeginum ætlar Hjalmar Örn að vera með létt Pub Quiz svona aðeins til að hita hópinn upp fyrir gleði helgarinnar.

Á laugardeginum verður farið á stórleik Leyton Orient og Northampton í League One en leikurinn fer fram á heimavelli Leyton Orient, Gaughan Group Stadium. Auðvitað verður farið á góða hverfispöbba fyrir leikinn en á vellinum sjálfum er í boði þriggja rétta máltíð í 1881 Suite og ýmislegt fleira verður í boði fyrir hópinn. Miðarnir á völlinn eru í Justin Edinburgh West Stand Þetta er einstök upplifun fyrir fótboltafíkla.

Á sunnudeginum verður svo farið á leik Tottenham og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á Tottenham Hotspur Stadium. Fyrir leikinn ætlar Hjalmar Örn að sýna hópnum hvar stuðningsmenn Tottenham hita upp fyrir leiki og svo fer hópurinn á völlinn í Travel Club Lounge en þar eru í boði smáréttir og fyrrum leikmaður Tottenham mætir á svæðið. Einnig eru í boði drykkir í hálfleik. Miðarnir eru svo í Block 312-313 í stúkunni.

Staðsetning

Hótellýsing

Moxy London Stratford
86 Great Eastern Road
London E15 1GR
Frá 199.000 ISK
Skoða flug og hótel