Myndasafn
- Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Allegro Madeira er gott 4 stjörnu hótel sem er aðeins fyrir fullorðna og hentar því vel fyrir pör.
Um 500 metrar eru á næstu strönd og er supermarkaður í 200 metra göngufjarlægð frá hótelinu. Garður hótelsins hefur góða sólbaðsaðstöðu, sundlaug, líkamsrækt og heilsulind.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, þakbar með 360° útsýni yfir Funchal, bar og sundlaugarbar.
Í boði eru tvíbýli, tvíbýli með sjávarsýn og junior svíta. Í öllum herbergjum eru svalir, sjónvarp, sími, minibar og hárþurrka. Þráðlaust net, loftkæling og öryggishólf.
Þetta er vel staðsett 4 stjörnu gisting þar sem ýmsa afþreyingu er að finna í næsta nágrenni.
Aðeins er um 1 km í stærstu verslunarmiðstöð Madeira þar sem eru fjölbreyttir veitingastaðir og verslanir. Um 5 mínútna ganga er á göngusvæðið við Funchal.
Frá flugvellinum í Madeira til Allegro Madeira eru um 24 km.