Myndasafn
- Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu og bar. Val er um morgunverð, hálft fæði eða allt innifalið.
Það eru tvær týpur af herbergjum og 308 herbergi á Gala. Tvíbýli og Tvíbýli Club Alexander. Þessi herbergi eru mjög svipuð nema Alexander herbergin snúa út í sundlaugagarðinn. Tvíbýli snúa út að götu. Ath þar sem í næsta nágrenni við Gala eru skemmtistaðir þá er hætta á því að gestir sem eru í tvíbýli verði varir við það.
Herbergin eru hlýleg og nýtískulega innréttuð. Veggirnir eru málaðir í ljósum litum, á gólfunum er vínyl parket og húsgögn eru úr ljósum lit.. Í öllum herbergjum er loftkæling, frítt internet, sjónvarp, skrifborð og minibar. Greitt er aukalega fyrir öryggishólf. Hverju herbergi fylgja svalir eða verönd með útihúsgögnum. Baðherbergi eru flísalögð og þar eru baðker og sturta, hárþurrka og helstu snyrtivörur.
Gala er staðsett rétt fyrir ofan Veronicas svæðið en þar eru næturklúbbar og barir.. Það tekur um 10 mínútur að ganga að aðalgötunni á Amerísku ströndinni sem stendur við Parque Santiago.