Myndasafn
- Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Adam Park Hotel and Spa er gott 5 stjörnu hótel sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör.
Garður hótelsins hefur góða sólbaðsaðstöðu og sundlaug. Ýmis afþreying er á hótelinu, krakkaklúbbur 3-12 ára, líkamsrækt og heilsulind sem býður upp á fjölbreyttar meðferðir (gegn gjaldi).
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, ítalskur veitingastaður, marokkóskur veitingastaður og bar.
Í boði eru tvíbýli, deluxe tvíbýli og svíta. Flest herbergi hafa svalir eða verönd. Í öllum gistivalmöguleikum er sjónvarp, sími, minibar, þráðlaust net, loftkæling og öryggishólf.
Þetta er góð 5 stjörnu gisting sem hefur afþreyingu á hóteli. Í næsta nágrenni er verslunarmiðstöð og er 3 km akstur í fallegu moskuna Koutoubia og á Jemaa el-Fnaa torgið. Aðeins 4 km eru í miðbæ Marrakech frá hótelinu þar sem er iðandi mannlíf, markaðir og verslanir.
Frá flugvellinum í Marrakech er um 6 km á Adam Park Hotel and Spa.