Myndasafn
- Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Ýmis afþreying er á hótelinu bæði á daginn og kvöldin. Leiksvæði fyrir börn inni og úti, skemmtidagskrá, barnadagskrá. lifandi tónlist, líkamsrækt, píla, tennisvöllur (gegn gjaldi) og billijarð (gegn gjaldi).
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður (sér hlaðborð fyrir börn), 1 veitingastaður, snarlbar, bar og 2 sundlaugarbarir.
Í boði eru tvíbýli og fjölskylduherbergi. Í öllum herbergjum eru svalir eða verönd. Loftkæling, minibar, hárþurrka, sími, sjónvarp, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi).
Þetta er góð vel staðsett 4 stjörnu gisting þar sem fjölbreytt afþreying er í boði á daginn og kvöldin fyrir alla aldurshópa. Stutt er í miðbæinn þar sem eru margir veitingastaðir og verslanir.
Frá flugvellinum í Gran Canaria er um 30 km á Abora Buenaventura.