Einn af vinsælustu ferðamannastöðum Tyrklands er Antalya, sem er einnig kölluð tyrkneska rivíeran. Antalya er frábær blanda af fallegum hvítum ströndum og hefðbundinni tyrkneskri menningu, borgin liggur við samnefndan flóa við suðurströnd Tyrklands og er veðurfarið einstaklega gott allan ársins hring. Tyrkir eru þekktir fyrir einstaka gestrisni, góða þjónustu og ekki síst, góðan mat. Falleg smábátahöfn og skemmtilegar verslanir innfæddra í gamla bænum gefa borginni skemmtilegan brag.
Margir Íslendingar þekkja Lara ströndina en á Lara svæðinu hefur verið mikil uppbygging síðustu ár. Nóg af afþreyingu er á svæðinu og má helst nefna skemmtigarðinn The Land of the Legends í Belek sem er tívolí, vatnagarður og verslunarmiðstöð á einum stað.
Hótelin á þessum svæðum eru sannkallaðar lúxusgistingar með “allt innifalið”, einkaströndum, vatnsrennibrautum, barnaklúbbum og frábærri sólbaðsaðstöðu.
Hvort sem þú ert að fara í ferð með fjölskyldu eða vinum þá er Antalya staðurinn til að vera á.