Mallorca

Fjölskylduparadísin Mallorca er flestum kunn enda lengi verið einn af vinsælustu áfangastöðum  Íslendinga. Mallorca er stærsta eyja eyjaklasans Balearic og sú vinsælasta af þessum fjölmörgu ævintýraeyjum. Umhverfi Mallorca, náttúran og hafið er eins og úr öðrum heimi með skærbláan sjó, gylltar strendur, litríkan gróður og sjarmerandi þorp. 

Sýna síu
Reset Filters
Sort By:
Reset Filters
Loka

Verðbil

0 ISK
700.000 ISK

Nætur

0
100
Alcudia 
Alcudia er staðsett á norðurströnd Mallorca, u.þ.b. 60 km frá Palma de Mallorca. Alcudia er stærsti og vinsælasti bærinn á Mallorca, sérstaklega meðal barnafjölskyldna. Hér er að finna alls kyns verslanir, afþreyingu, leiksvæði og ekki síst barnvænustu strönd Mallorca. 
Ströndin í Alcudia er einstaklega falleg með hvítum mjúkum sandi og tærum turkisbláum sjó. Ströndin er breið og sjórinn mjög grunnur og því er þetta sannkölluð paradís fyrir minnstu börnin. Ströndin er 10 km og nær alla leið til næsta bæjar Ca'n Picafort. 
Mikill fjöldi veitingastaða er í Alcudia bjóða þeir upp á spænska og alþjóðlega rétti. Nokkrir af bestu veitingastöðum eru staðsettir nálægt höfninni. 
Í útjaðri bæjarins er Hidropark Alcudia vatnagarðinn. Gamli bærinn í Alcudia er einnig heillandi þar sem gaman er að röltu þegar að kvölda tekur.  
Palma Nova 
Palma Nova er staðsett á suðvesturströnd Mallorca í göngufæri frá Magaluf. Palma Nova er einstaklega fjölskylduvænn staður á meðan Magaluf er staðurinn fyrir þá sem vilja fjörugt og mikið næturlíf. 
Í Palma Nova eru þrjár strendur. Playa de Son Maties er stærst af þeim og þar er sandurinn gylltur og sjórinn tær. Leiktæki fyrir börnin og hægt að leigja hjólabát eða skella sér á bananabát. 
Á Strandgötunni „Passage de la Mar“ er mikið og gott úrval veitingastaða og einnig eru þar  strandbarir og kaffihús. Í Palma Nova er „Golf Fantasia“, minigolf og í næsta nágrenni er hinn vinsæli vatnagarður „Western Water Park“. Frá flugvellinum til Palma Nova eru 30 km. 
Playa de Palma 
Playa de Palma ströndin er staðsett á milli Ca'n Pastilla og s'Arenal og er sú lengsta á eyjunni. Ströndin er eins og flestar á eyjunni, gyllt með fínum sandi og tærum sjó.  
Við strandgötuna standa flest hótelin, veitingahús, túristabúðir og yfir 15 strandbarir.  
Á svæðinu er vinsæl afþreying, eins og Palma sædýrasafnið og Aqualand vatnagarðurinn, og borgin Palma er aðeins í 10 km fjarlægð. 
Palma 
Höfuðborgin Palma  er spennandi borg sem gaman er að rölta um og þá sérstaklega hinn gamla og sjarmerandi bæjarhluta. Palma liggur á suðvestur hluta eyjunnar og hér er mikið af huggulegum veitingastöðum sem bjóða upp á tapas, gómsæta sjávarrétti og spönsk vín. Við aðalgötuna og næsta nágrenni er mikið af verslunum þar sem hægt er að gera góð kaup. 
Ef áhuginn liggur í menningu og sögu þá endilega skoðið dómkirkjuna, La Seo sem er einstaklega falleg og þaðan er gott útsýni yfir borgina og hafið í kring. 
Frá flugvellinum Í Palma inn í Palma borg eru 12 km.