Gran Vía er glæsilegasta breiðgata Madrídar, með stórum verslunum í nýbarrokkbyggingum og skýjakljúfum í skreytistíl. Eitt af elstu hverfi Madrídar, La Latina hefur aldagamla tapashefð. Meðfram þröngu götum finnur þú klassíska tapasstaði sem bjóða upp á smárétti eins og kartöflutortillu í eggjakökustíl, en laugardagar eru vinsælir fyrir tapas hádegisverð á iðandi matarborðum La Cebada markaðarins. Markaðir og mathallir bjóða einnig upp ljúffenga rétti. Mercado de San Miguel er einkar fallegur markaður og Platea í Salamanca er glæsilega endurppgert leikhús sem er heimastaður framúrskarandi úrvals af veitingastöðum og börum.
Áhugaverðir staðir
Konungshöllin - Palacio Real er stærsta konungshöll vestur Evrópu er staðsett hér í Madríd en Spánverjarnir hafa efni á að láta hana standa auða að mestu nema við allra merkilegustu viðhafnir. Höllin er ekki aðeins gríðarstór heldur á stórkostlegum stað með miklu útsýni og lítill garður við höllina er ekki síðri. Í raun er þetta einnig safn því enn eru hér stórkostlegir munir sem setja hvern hefðbundinn einstakling hljóðan.