Kanarí

Kanarí eða Gran Canaria er sólaráfangastaður sem alltaf nýtur  vinsældar. Á Kanarí er sól og sumar allt árið um kring. Á suðurhluta Kanarí er að finna vinsælustu staði eyjarinnar, Ensku ströndina og Maspalomas. 

 

Sýna síu
Reset Filters
Sort By:
Reset Filters
Loka

Verðbil

0 ISK
700.000 ISK

Nætur

0
100
Enska ströndin eða Playa del Inglés er vinsælasti ferðamannastaðurinn. Ströndin teygir sig til San Agustin í eina áttina og hina Maspalomas. Á þessu svæði er fjölbreytt úrval ágætra íbúðagistinga og smáhýsa og töluvert af góðum 4 stjörnu hótelum. Margir þekkja verslunarkjarnana Yumbo Center, Kasbah, Cita og Faro 2 þar sem verslanir, veitingastaðir og barir eru.  
Fyrir þá sem vilja fara út á lífið þá eru næturklúbbar og lifandi tónlist að finna nánast á öðru hverju götuhorni.  
 
Maspalomas og Meloneras eru nýtískuleg og mjög svo  aðlaðandi svæði á Kanarí. Hér eru glæsileg hótel og lúxus fjölskylduhótel. Fyrir matgæðinga þá eru mikið af mjög góðum og fjölbreyttum veitingastöðum. Strandgatan er falleg með fjölmörgum merkjavöru verslunum, flott kaffihús og skemmtilegir kokteilbarir. El Faro vitinn er við enda strandarinnar í Maspalomas og við sandhólana sem liggja að bænum.  
Ólíkt Ensku ströndinni þá býður Meloneras upp á aðeins meira elegant næturlíf.