Sýna síu
Reset Filters
Sort By:
Verðbil
Nætur
Star Rating
city
country
Madeira er töfrandi eyja í Atlantshafinu sem tilheyrir Portúgal. Hún er staðsett um 400 km norður af Tenerife og veðrið því nánast alltaf gott. Í hjarta Madeira liggur höfuðborgin Funchal sem er skemmtileg og lifandi borg. Þarna er að finna sjarmerandi steinilagðar götur, litrík hús og ýmis söguleg kennileiti. Einnig verðum við að minnast á matargerðina sem er frábær og ekki skaðar að vínmenningin og víngerðarlistin á Madeira er eitthvað sem þarf að prófa og njóta.
Á eyjunni er að finna stórbrotið landslag, allt frá mögnuðum fjöllum í dali þar sem vínekrur blómstra. Þeir sem hafa áhuga á útivist ættu að finna þarna paradís því hægt að finna fjölmargar frábærar gönguleiðir um skóga, fossa og grænar grundir.
Íbúarnir eru vinalegir og gestrisnin þeim í blóð borin og því er heimsókn til Madeira mjög góð hugmynd, hvort sem sóst er eftir afslöppun á ströndinni, göngutúrum um eyjuna eða bátsferðum t.d. til að skoða höfrunga og hvali. Það má líka minnast á að hinn eini sanni Christiano Ronaldo er frá Funchal og flugvöllurinn er nefndur eftir honum. Beint flug vikuleg með Play á þriðjudögum frá 15.október til 6. maí.