Gdansk er falleg pólsk hafnarborg sem heillar og laðar að ferðamenn víðsvegar úr heiminum með þúsund ára sögu sinni og einstökum frumleika og fegurð.
Gdansk er staðsett í Norður Póllandi og tilheyrir svokölluðu Tri-City stórborgarsvæði, ásamt borgunum Sopot og Gdynia. Borgirnar eru staðsettar meðfram strönd Gdansk-flóa, sem er mjög fjölsóttur staður af ferðamönnum.
Gamli bærinn í Gdansk er fallegur, heillandi og ótal margt að sjá og skoða.
Dluga er ein af aðalgötunum í gamla bænum. Hér er samansafn af arkitektúr og minnisvörðum frá endurreisnartímanum sem og ráðhúsið sem byggt var á 15. öld.
Að sjálfsögðu eru fjöldi veitingastaða og kráa á þessu svæði og þykir verðið einstaklega hagstætt. Einnig má nefna Mariacka götuna sem enginn ætti að láta framhjá sér fara en sú gata er sögð sú fegursta í Gdansk.
Vinsælt er að fara í verslunarferð til Gdansk þar sem verðið er afar hagstætt. Mikið er af verslunum í miðbæ Gdansk en vinsælasta og stærsta verslunarmiðstöð Gdansk er Galeria Baltycka með yfir 200 verslunum.