Marrakech er svo sannarlega áhugaverð borg þar sem hið forna og sögulega mætir nútímanum. Borgin er veisla fyrir skynfærin þar sem litir, lykt og hljóð renna saman í lifandi kokteil af menningu og mannlífi. Torgin eru blómleg, göturnar þröngar, byggingarlistin oft virkilega áhugaverð og matargerðin frábær. Hvort sem þú sækir í fornar hallir, gróskumikla garða eða spennandi götulíf þá lofar Marrakech ógleymanlegri upplifun í tímalausum sjarma. Beint flug með Play tvisvar í viku til 1. maí. Það þarf ekki vegabréfsáritun til Marakkó. Tango Travel getur bókað rútuferðir til og frá flugvelli eða privat transfer. Til að gera það þarf að senda okkur póst á tango@tango.travel
Marrakech er svo sannarlega áhugaverð borg þar sem hið forna og sögulega mætir nútímanum. Borgin er veisla fyrir skynfærin þar sem litir, lykt og hljóð renna saman í lifandi kokteil af menningu og mannlífi. Torgin eru blómleg, göturnar þröngar, byggingarlistin oft virkilega áhugaverð og matargerðin frábær. Hvort sem þú sækir í fornar hallir, gróskumikla garða eða spennandi götulíf þá lofar Marrakesh ógleymanlegri upplifun í tímalausum sjarma.
Marrakech er skráð í Unesco World-Heritage enda gríðarlega sögufræg borg. Hún hefur almennt verið síðasti viðkomustaður þeirra sem ætla sér út í Sahara eyðimörkina, nú eða sá fyrsti þegar til baka er komið. Hægt er einmitt að fara í úlfaldaferðir í eyðimörkinni, eitthvað sem við Íslendingar þekkjum lítið. Gaman er að heimsækja Jemaa el-Fnaa torgið en það er eitt það vinsælasta í gjörvallri Afríku og hægt að finna alls konar listamenn, snákatemjara, trommuslátt og dansatriði.
Marrakech er hreinlega ógleymanlegt samansafn af öllu og skylda að heimsækja einhvern tímann á lífsleiðinni. Beint flug með Play tvisvar í viku til 1. maí. Það þarf ekki vegabréfsáritun til Marakkó. Tango Travel getur bókað rútuferðir til og frá flugvelli eða privat transfer. Til að gera það þarf að senda okkur póst á tango@tango.travel