Riga

Riga borgin er stærsta höfuðborg Eystrasaltslandanna og er staðsett við lengsta fljót landsins, Daugava. Í Riga er heillandi arkitektúr, sögulegar byggingar, markaðir og fallegur gamall bæjarhluti með steinlögðum götum og gömlum húsum, en höfuðborgin er einnig nútímaleg borg í mikilli þróun. Mikill munur er á byggingarstíl milli hverfa. Hér finnast rússnesk hverfi, skandinavísk hverfi, þýsk hverfi að ógleymdri gömlu miðborginni. 

 
 

Gamli bærinn er aldagamall og á heimsminjaskrá UNESCO. Í gamla hlutanum eru margar steinlagðar götur og torg. Þar má finna sögufrægar byggingar, til að mynda Hús Blackheads, Sænska hliðið sem Svíar byggðu árið 1698 og Kattar-húsið. Það er mjög hagstætt að borða og drekka í Riga. Í gamla bæjarhlutanum er fjöldi veitingahúsa og hugguleg kaffihús á hverju horni. Það þykir einnig einstaklega hagstætt að versla í Riga. Heimamönnum finnst sérstaklega gaman að versla á flóamörkuðum, second hand búðum og matarmarkaðinum. Það eru þó nokkrar verslunarmiðstöðvar í Riga og einnig er líka vinsælt að í gamla hluta Riga.

Áhugaverðir staðir 

Dómkirkjan Falleg dómkirkja Ríga er fyrir löngu orðin táknræn fyrir borgina. Hún hefur nokkrum sinnum verið eyðilögð gegnum tíðina en alltaf verði  byggð strax aftur. Fyrir vikið má finna í byggingunni margvíslega stíla sem taka mið af hinum mismunandi arkitektum sem hana byggðu hverju sinni. Orgel dómkirkjunnar er einnig nokkuð tilþrifamikið enda það fjórða stærsta í veröldinni með tæplega 6.800 pípum. 
Kattahúsið við Meistarugötu á sér fyndna skondna sögu. Toppur þess er skreyttur styttum af köttum sem upphaflegur eigandi setti upp með afturendann fram á við vegna ósátta sem hann við kaupmenn á sínum tíma. Kaupmannahúsið stóð beint á móti og með aðgerðum vildi eigandinn sýna hvað honum fyndist um kaupmennina. Þeir höfðuðu mál sem þeir unnu og það útskýrir af hverju kettirnir snúa nú fram. 
Miðbæjarmarkaðurinn matarmarkaðurinn í Riga er stærsti og mest sótti matarmarkaður Austur-Evrópu. Markaðurinn er skammt frá gamla bænum og stendur við Daugava ána. Hann var byggður í kringum 1920, upprunalega í fimm flugskýlum sem ætluð voru fyrir loftskip. Á degi hverjum versla þar allt að 100.000 manns og þar er hægt að smakka heimagerðan mat, framandi krydd og ávexti ásamt margskonar fjöldaframleiddri vöru. Markaðurinn skiptist í fimm hluta, – fimm flugskýli – þar sem boðið er upp á fisk, kjöt, grænmeti, mjólkurvörur og tilbúna rétti.