London
London er höfuðborg Bretlands og jafnframt stærsta borg landsins.London á sér ríka og langa sögu og hefur borgin verið vinsæl meðal Íslendinga síðustu ár hvort sem ætlunin er að fara á fótboltaleik, versla, skemmta sér eða kynnast sögu og menningu Breta. 
Í borginni eru þúsundir pöbba og ef það er eitt sem maður getur alltaf treyst á er að það er pöbb handan við hornið. Mikið er um að vera í borginni og ættu allir því að finna sér eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem það sé að kíkja á vaxmyndasafnið Madame Tussauds, sjá borgina úr London Eye, skoða hallir konungsfjölskyldunnar, íþróttaleikvanga, ferðast í tvöfalda strætó-inum, hringja úr rauðu símaklefunum eða skoða Big Ben. Það getur reynst erfitt að velja út fjölda verslana til þessa að versla sér í London en þá má helst nefna flaggskipin við Oxford Street, Regent Street og Portobello markaðinn í Notting Hill. Veitingahúsin eru jafn mörg og fjölbreytt og fólkið í borginni. 
 
Áhugaverðir staðir  
London Eye -  Er staðurinn þegar þú vilt skoða borgina frá rólegu og skemmtilegu sjónarhorni. 
Big Ben -  Eitt frægasta kennileiti London er klukkuturninn Big Ben. Turninn stendur við alþingishúsið og ekki er langt síðan nafni turnsins var breytt í  
Elizabeth Tower - Til þess að heiðra Elísabetu drottningu. 
Westminister Abbey - Er þekktasta kirkja Bretlands. Á þeim 700 árum sem kirkjan hefur staðið hefur konungsfólk, hetjur og þrjótar gengið um þessa þekktu byggingu. Hægt er að skoða kirkjuna með eða án leiðsögumanns. 
Piccadilly Circus - Eitt af dýrari auglýsingasvæðum heims er á Piccadilly Circus. En þar er ekki aðeins að finna flott auglýsingaskilti og vinsælan túristastað. Þar er einnig styttan af Eros sem er vinsæll staður til að hittast á og stutt er að labba í Soho, Piccadilly og Regent´s Street. 
Buckingham Palace - Er ein af fáum starfandi konungshöllum í heiminum í dag. Hægt er að kaupa aðgöngumiða til þess að skoða hluta hallarinnar. Einnig er vinsælt að sjá hermennina fyrir framan höllina skipta um vakt. En það á sér iðulega stað kl: 11:00, ef verður leyfir, við hátíðlega athöfn. 
Madame Tussauds - Er eitt vinsælasta vaxmyndasafn heims. Madame Tussauds byrjaði störf sín fyrir um 200 árum og er enn jafn vinsæll staður að heimsækja og hann var þá. 
The Shard - Er hæsta bygging London og er útsýnið þaðan dásamlegt. 
Tower Bridge - Er eitt af helstu kennileitum London. Tower Bridge var byggð 1894 og stendur hún yfir ánna Thames.