Liverpool

Liverpool er æðisleg borg og er helst þekkt fyrir að vera heimaborg Bítlanna. Liverpool er mikil hafnarborg og borgin er meðal þekktustu tónlistarborga heims og ein af háborgum knattspyrnunnar. Í dag er Liverpool fimmta stærsta borg Englands með tæplega 500.000 borgarbúa og iðar af fjölbreyttu og heillandi mannlífi.