Edinborg
Edinborg er einstaklega glæsileg borg sem státar af sögufrægum byggingum, stórfenglegu landslagi og fjölskrúðugri menningu. Allt það helsta er í göngufæri við helsta kennileiti borgarinnar, sjálfan Edinborgarkastala. Það er alltaf gaman að rölta um gamla bæinn og þræða þröng strætin. Edinborg er lifandi háskólabær, það er því líf og fjör í þessari litlu stórborg, fjölbreytt mannlíf og alltaf eitthvað um að vera. 
Heimsókn til Edinborgar er tilvalin allan ársins hring. Það er gott að versla í Edinborg og á aðalverslunargötunni Princess Street er að finna allar helstu tískuvöruverslanirnar. George Street er einnig skemmtileg verslunargata. Næturlífið í Edinborg er fjölbreytt og fjörugt allan ársins hring. Bretar eru þekktir fyrir skemmtilega pub stemningu og verður enginn svikinn í Edinborg. Á Rose Street í miðbænum eru t.a.m yfir 50 pöbbar og barir. Úrval veitingastaða er fjölbreytt í borginni og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Áhugaverðir staðir í Edinborg
Edinborgar kastali gnæfir yfir borginni og er eitt þekktasta tákn Skotlands. Kastalinn er hluti af gamla og nýja bænum. Bygging kastalans nær allt til 12. aldar. Útsýnið þaðan er mjög fallegt og gaman er að rölta um svæðið. 
Gamli bærinn er ákaflega heillandi svæði í borginni. Hverfið nær allt til miðalda og eru margar áhugaverðar sérverslanir og veitingastaðir í hverfinu. 
Holyrood Palace er konungshöllin sem drottningin dvelur í þegar hún sinnir erindum konungsfjölskyldunnar í Skotlandi. Hægt er að fara í skoðunarferð um hluta hallarinnar og þá er þekktast herbergi fyrrverandi drottningar Skotlands hennar Maríu og herbergið sem aðstoðarmaður hennar og meintur elskhugi, Rizzio, var myrtur. 
Britannia er fyrrverandi höll drottningarinnar á hafi. Konunglega skipið Britannia er 5 stjörnu skip sem gaman er að skoða (aðgengi er fyrir hjólastóla og kerrur). Skipið þjónaði konungsfjölskyldunni í 40 ár og er nú til sýnis fyrir almenning. 
Royal Mile eru göturnar sem tengja Edinborgar kastalann við Holyrood Palace. 
Camera Obscura and World of Illusions er ótrúlega skemmtilegt að fara í, sérstaklega með börn í för. House of Illusions töfrar ykkur upp úr skónum og er mjög skemmtilegt að ganga um fimm hæðir af fjöri og trixum. Camera Obscura er á efstu hæðinni og veitir stórkostlegt 360° útsýni fyrir borgina. 
Vínsmökkun eða Whisky upplifun hægt er að fara í skemmtilegar vínsmökkunarferðir rétt utan við Edinborg og tala nú ekki um viskí smökkun í og í kringum borgina. ca