Brussel
Brussel er skemmtileg blanda af hollenskum og frönskum áhrifum, sem sést á öllum skiltum og merkjum í borginni ásamt byggingastíl húsa. Gamli bærinn er vinsæll viðkomustaður ferðamanna og einnig eru skemmtilegir kjarnar í flestum hverfum borgarinnar sem gaman er að ferðast til i í sporvögnum. 
Matgæðingar á leið til Brussel ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Belgíski bjórinn og súkkulaðið er auðvitað löngu orðið heimsfrægt, annað aðalsmerki Belga eru niðurskornar djúpsteiktar kartöflur. Ekki má gleyma rómuðum kræklingum sem eru gjarnan soðnir í hvítvíni. Aðalverslunargatan í Brussel heitir Rue Neuve þar er að finna allar helstu verslunarkeðjurnar. Þeir sem eru að leita að merkjavöru ættu að kíkja á Avenue Louise og nágrenni. Í Moralles hverfinu er að finna Jeu De Balle flóamarkaðinn þar sem hægt er að finna allt frá notuðum húsgögnum til málverka. Brussel er stundum kölluð höfuðborg Evrópu enda eru höfuðstöðvar Evrópusambandsins í borginni.