Dublin er höfuðborg Írlands og jafnframt stærsta borg landsins. Dublin á sér ríka og langa sögu enda stofnuð af víkingum á 9. öld. Borgin hefur verði vinsæl meðal Íslendinga síðustu ár hvort sem ætlunin er að versla, skemmta sér eða kynnast sögu og menningu Íra. Borgin liggur við ána Liffey sem skiptir borginni í norður og suðurhverfi.
Í Dublin eru yfir þúsund barir og krár þar sem þjóðardrykkirnir Guiness og Jameson njóta mikla vinsælda. Hið margrómaða Temple Bar hverfi er hrein upplifun út af fyrir sig, en hér finnur maður ekta írska stemmingu. Nóg er af verslunum í Dublin, aðalverslunargöturnar eru Grafton Street og Henry Street en þær liggja sitthvoru megin við ána Liffey. Þegar kemur að velja sér veitingastað ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Úrvalið er mikið í Dublin hvort sem þú kýst skandinavískan, amerískan eða klassískan írskan mat.